Golfstyrkur
Styrktarþjálfun fyrir golfara í gegnum fjarþjálfunarapp
Golfstyrkur hentar þeim golfiðkendum sem vilja fá sérhæfða styrktarþjálfun með það að markmiði að bæta golfsveifluna og draga úr meiðslahættu. þú færð 2 nýjar og ferskar æfingar vikulega, 30-40 mínútur hver, inn í vandað æfingapp þar sem æfingar eru vandlega útskýrðar og myndband fylgir öllum æfingum.
Af hverju þurfa golfarar að stunda markvissa styrktarþjálfun og bæta hreyfanleika?
Stutta svarið er til að bæta frammistöðu og forðast meiðsli:
Styrktarþjálfun eykur afl í sveiflunni, bætir högglengd og stöðugleika, sérstaklega í miðju (core vöðvum), baki og fótum.
Liðkandi þjálfun bætir hreyfigetu, eykur sveigjanleika og hjálpar við að framkvæma mjúka, öfluga sveiflu án þess að valda álagi á liði, sérstaklega í mjóbaki, öxlum og mjöðmum.
